Wednesday, May 9, 2007

Helgi Hrafn Guðmundsson og Guðjón Arnar Kristjánsson sóttu nýlega heim vistmenn á dvalarheimilinu á Akranesi. Þeir félagar ákváðu að slá upp heljarinnar grillveislu fyrir eldri borgara og ellilífeyrisþega, auk þess sem innflytjendamál - útlendingamál, voru rædd. Ekki þarf að taka fram að enginn lá á skoðun sinni, sama hver hún var.

Flugbjörgunarsveit skáta sá um mateldina og suðu saman grill af gamla skólanum - nefnilega samsett úr hjólbörum og nokkrum kolum. Þess er að skemmst að minnast að lambaskankarnir fengu það óþvegið á grillinu.

Á meðan snarkaði í grillinu og menn skeggræddu, þá birtist skyndilega Jóhannes Kristjánsson eftirherma og sýndi skemmtilega takta.

No comments: