
Flugbjörgunarsveit skáta sá um mateldina og suðu saman grill af gamla skólanum - nefnilega samsett úr hjólbörum og nokkrum kolum. Þess er að skemmst að minnast að lambaskankarnir fengu það óþvegið á grillinu.
Á meðan snarkaði í grillinu og menn skeggræddu, þá birtist skyndilega Jóhannes Kristjánsson eftirherma og sýndi skemmtilega takta.